Ferðalagið í að læra að elska mig!

Nú er kominn svolítill tími síðan ég skrifaði bloggfærslu en það er einhvernvegin búið að vera brjálað að gera og ég í rosalegri lægð! Ég glími við þunglyndi og kvíða og er búin að vera á lyfjum frá því að ég hætti í neyslu! Eftir að Stefán Þór fæddist og við fengum varla að hitta Örn og þegar kom í ljós að hann myndi ekki losna í febrúar þá varð ég virkilega þunglynd. Ég náði að koma lyfjunum á rétt ról aftur og sætti mig við það að hann kæmi heim í lok apríl, þá algjörlega snérist blaðið við og mér fór að líða betur. Ég tók einnig þá ákvörðun að ég ætlaði að byrja í einkaþjálfun eða hópþjálfun þar sem við þrjár vinkonurnar ákváðum að skella okkur saman! Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið gagnvart sjálfri mér lengi!

Ég hef í gegnum tíðina flakkað svolítið á milli þess að vera í meðallagi og í yfirþyngd. Mamma mín var í yfirþyngd og pabbi minn líka, svo ég er klárlega með genin í það! Ætli þetta hafi ekki farið úr böndunum fyrst þegar ég byrjaði í framhaldsskóla því þegar ég var í grunnskóla var ég bara í ágætisformi. Hafði æft handbolta og skíði nema síðasta árið mitt í grunnskóla

37249_1444152618443_1708645_n

Útskriftarmyndin mín úr grunnskóla 2010

Þegar ég byrjaði í framhaldsskóla skilja mamma og stjúpfaðir minn og við tók erfitt tímabil hjá okkur fjölskyldunni, ég var með lágt sjálfstraust gagnvart því hver ég var, var í skóla þar sem mér fannst ég ekki passa inní hópinn og átti hreinlega bara mjög erfitt með sjálfa mig. Ég byrjaði að borða, borða tilfinningarnar í burtu en þetta er byrjunin á því þar sem ég var að reyna að deyfa eitthvað…

280126_2077963943330_2532552_o

Nákvæmlega ári seinna!

Svona flakka ég framm og til baka! Eftri 2 ár í Menntaskólanum á Akureyri á náttúrufræðibraut fer ég yfir í VMA og byrja þar að djamma eins og enginn væri morgundagurinn! Held ég hafi mögulega mætt ölvuð í dönskupróf meira að segja hehh… eins og ég segi, ég var að deyfa eitthvað, mér fannst enginn elska mig og mér fannst enginn vilja mig, leið eins og öllum þætti ég leiðinleg og asnaleg!

178672_10151251649979561_338490946_o-e1520367609657.jpg

og enn einu árinu seinna…

Fljótlega var matur og áfengi ekki nóg til að deyfa mig og ég byrja í neyslu, augljóslega þá  flakka ég upp og niður þá, skrepp í afvötnun á vog vorið 2014 og þykist vera edrú, en það var víst ekki satt og haustið 2014 byrja ég að sprauta mig. Það gefur augað leið að ég hafi grennst á því tímabili

168594_520971328078653_9049512272265621919_n

Þótt ég hafi verið orðin edrú 2 mánuðum áður en þessar voru teknar, sést mjög vel hvað ég grenntist í neyslu!

En svo fór mér að líða virkilega illa aftur, ég náði að halda mér edrú, halda vinnu, standa mig vel í lífinu, fór ég að borða tilfinningarnar mínar aftur. Og viti menn, ég fitnaði!

26233721_890679901107792_7325004105497739832_o

Tveimur árum og einu barni síðar og ég aftur í yfirþyngd!

Ótrúlegt en satt þá hef ég alltaf haft það hugarfar að elska sjálfa mig og vera ekki að rakka mig niður fyrir þyngdina og stærðina. Ég hef alltaf verið full sjálfstraust þegar að útlitinu kemur, en inní sálinni var ég svo brotin að ég lét það bitna á líkamanum mínum. Líkaminn minn á þetta ekki skilið, barnið mitt á það skilið að mamma sín getur hlaupið með sér og leikið við sig án þess að deyja úr mæði. Ég vil lifa sem lengst og vera góð fyrirmynd fyrir barnið mitt! Það er það sem fékk mig í að byrja í einkaþjálfun.

Mig langar að minna ykkur öll á það að elska ykkur! Í alvöru, þykið vænt um ykkur! Maður þarf ekki að einhver annar elski sig, ef þú hreinlega elskar sjálfan þig! Maður þarf ekki samþykki annara, þú þarft hinsvegar samþykki sjálfs þíns! Lifðu í núinu, vertu þú, njóttu augnabliksins og slepptu fólki sem „þykist vera betri en þú“. Þú þarft ekki á þeim að halda ❤

Ykkar,

Marta Þórudóttir

One Reply to “Ferðalagið í að læra að elska mig!”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s