Hrossagúllas á ungverskan máta

Það tók mig ansi mörg ár að læra að meta hrossakjöt, en eftir að hafa loksins fengist til að smakka finnst mér það ekki síðra en nautakjöt auk þess sem það er miklu ódýrara. Í þessum rétti notaði ég því hrossagúllas, en að sjálfsögðu má nota hvaða kjöt sem hver og einn helst kýs.

Uppskrift

Um 500 grömm hrossagúllas
Tveir meðalstórir gulir laukar, gróft saxaðir
Einn vorlaukur, saxaður
Ein rauð paprika, söxuð
Einn kryddteningur (nauta, kjúklinga eða grænmetis eftir smekk)
Um 150 grömm smjör
Salt og pipar
Túrmerik
Vatn (ca 1 bolli eða eftir þörfum)

gúllas2

Aðferð

Saxið laukinn og vorlaukinn og brúnið á pönnu þar til laukurinn er farinn að taka á sig gylltan blæ. Bætið þá paprikunni út í ásamt smjörinu. Þá er kjötinu bætt út í pönnuna ásamt salti, pipar og túrmerik. Þegar kjötið er farið að brúnast er vatninu bætt út í ásamt kryddteningnum. Þetta fær svo allt að malla saman á pönnunni þar til sósan er farin að þykkjast (því lengur sem þið bíðið því bragðmeiri verður rétturinn). Þetta er svo borið fram með byggi, hrísgrjónum eða pasta (eftir smekk) og hvítlauksbrauði ef vill.

gúllas1

Verði ykkur að góðu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s