Auður Birna, Lífið

Afhverju drekkuru ekki?

Þetta er spurning sem ég fæ rosalega oft, sérstaklega í vinnunni. Ég drekk ekki og það er engin ástæða fyrir því, nema þá kannski helst að mig langar það ekki og mér finnst áfengi vont. Ég byrjaði aldrei að drekka og hef aldrei haft þörfina fyrir því að drekka. Afhverju þarf ég að hafa ástæðu fyrir því að drekka ekki? Afhverju þurfa allir að drekka? 

image5

Það er ótrúlegt hvað maður er útskúfaður úr mörgu fyrir það að drekka ekki. Ég get alveg skemmt mér og haft gaman þó ég sé ekki drukkin, ég get alveg farið niður í bæ edrú. Ég hef oft hugsað að kannski sé bara best að drekka og þá kannski verður mér boðið með niður í bæ. Ég á ekki að þurfa að drekka til að „fitta“ inn. Það er fátt betra en að geta sest uppí bíl og keyrt heim sjálfur í staðinn fyrir að þurfa að bíða úti í skítakulda eftir leigubíl.

362fd892942d7af354ffeefca4fd5944

Ég vinn á Pósthúsbarnum og fólki finnst það oftar en ekki fáranlegt að ég skuli vinna á bar. Það er ekkert samasem merki á milli þess að drekka og að vinna á bar. Ég elska vinnuna mína og ekki oft sem mér hefur hlakkað til þess að fara að vinna yfir ævina en ég hlakka alltaf til í að mæta í vinnuna núna. Fólk spyr oft „hvað er uppáhaldið þitt?“ Þegar ég svara fólki hreinskilið að ég drekki ekki en ég geti sagt því hvað er vinsælast, fæ ég margar spurningar og fólk er mjög hissa.

eace51a42209dbead20d1905dd7dfa4c

Afhverju er það svona mikið mál þegar fólk kýs það að drekka ekki? Ég er ekki að missa af neinu, ég keyri heim og vakna hress morguninn eftir. Árið 2018 ætti að vera eðlilegra að drekka heldur en að drekka ekki. Hættu að pæla svona mikið í öllum öðrum í kringum þig og hugsaðu bara um sjálfan þig! 

Auður Birna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s