Gamalt verður að nýju

Hæhæ allir saman!

Langt síðan ég skrifaði seinast blogg en það er búið að vera brjálað að gera hjá mér! En ég ætla að skella í eitt stutt blogg í tilefni nýrrar viku!

Ég eignaðist um daginn gamlan stól sem ég ætlaði alltaf að láta bólstra en það varð aldrei neitt úr því – enda er líka mjög dýrt að láta bólstra svona stól fyrir sig.

Ég var búin að sjá á pinterest að það væri hægt að mála tau, þannig ég ákvað að skella mér í það að mála stólinn. Mjög skemmtilegt verkefni!

En ég byrjaði á því að mála tauið með taumálningu frá Martha Stewart sem fæst t.d. í Föndru, blandaði tveimur mismunandi túpum saman í skál og penslaði á stólinn.

Stóllinn drakk alveg í sig málninguna svo það þurfti alveg slatta af málningu – sérstaklega á pulluna.

Þegar ég var búin að mála stólinn pússaði ég viðinn með fínum sandpappír og málaði svo með svörtu lakki sem ég fékk í Húsasmiðjunni. Lokaútkoman fór frammúr öllum væntingum og held ég mikið upp á þennan stól. En ég á tvo aðra sem ég þarf að drífa mig að gera upp!

Ódýr og góð lausn en þetta kostaði allt um 10.000 kr!

Þangað til næst💕

Júlía Mist, snap: heimainterior

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s