Kjöt í karrý

Ég er svo heppin að geta fengið íslenskt lambakjöt beint af býli frá fjölskyldunni minni. Þar af leiðandi elda ég oft þennan sígilda, klassíska rétt sem er kjöt í karrý. Ég byrja á því að setja kjötið í stóran pott með nóg af vatni. Ég set kjötið frosið í pottinn og miða þá við að það sjóði í 1,5-2 klukkustundir á miðlungshita (en 40-60 mínútur eru nóg ef kjötið er ófrosið). Með í pottinn set ég salt, tvo grænmetisteninga, hálfan, grófskorinn lauk og 3-4 saxaðar gulrætur.

Mér finnst persónulega betra að borða bygg með kjöti í karrý heldur en hrísgrjón en að sjálfsögðu má halda í hefðina með hrísgrjón ef vill. U.þ.b. 40 mínútum áður en ég reikna með að kjötið sé tilbúið byrja ég að sjóða byggið. Ég set rúmlega botnfylli af byggi í meðalstóran pott (það er nóg fyrir 3-4 manneskjur) og hálffylli pottinn svo af vatni. Ég sýð byggið í ca hálftíma áður en ég bæti svo slatta af kjötsoðinu út í pottinn og leyfi því að sjóða í 10 mínútur í viðbót.

Sósuna útbý ég þegar hitt á ca 15 mínútur eftir af suðu. Ég tek soð úr kjötpottinum og set í annan, minni pott. Soðið þykki ég með því að blanda saman hveiti og vatni í lítilli skál eða í bolla og sigta það ofan í soðið (ég nota u.þ.b. matskeið af hveiti og fylli upp í lítinn kaffibolla með vatni, en það skiptir mestu máli að prófa sig áfram sjálfur svo þykktin verði eins og hver og einn kýs helst). Athugið að sigtið kemur í veg fyrir að sósan verði kekkjótt. Ásamt hveitiblöndunni set ég ca 2-2,5 teskeiðar af karrý og hálfa teskeið af túrmerik og svo bæti ég við salti ef þarf. Passið að hræra vel í soðinu á meðan þykkingunni og kryddinu er bætt út í það svo sósan verði síður kekkjótt.

Verði ykkur að góðu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s