Kartöflusallat með púrrulauk

Ótrúlega gott kartöflusallat sem má útbúa með lítilli fyrirhöfn og hafa sem meðlæti með alls konar mat.

Uppskrift

Hálf dós 10% sýrður rjómi
Hálf lítil dós majones
Hálfur pakki púrrulaukssúpuduft frá Toro
7-8 cm smátt saxaður púrrulaukur
Ca 500 grömm kartöflur
Ca 100 grömm blómkál
Steinselja (smátt söxuð fersk eða þurrkuð)
Örlítil ólífuolía (eða hvítlauksolía)

Aðferð

Byrjið á að sjóða kartöflurnar (skræla þær fyrst) og blómkálið þar til auðvelt er að stinga í gegnum þær með gaffli. Á meðan þær sjóða útbúið sósuna með því að hræra saman majonesinu og sýrða rjómanum, púrrulaukssúpuduftinu og púrrulauknum ásamt steinseljunni og olíunni. Þegar kartöflurnar og blómkálið eru soðin og þið hafið kælt þær alveg niður (ath ekki setja heitar kartöflur út í majones) skerið þið þær í litla bita og hrærið öllu saman í skálinni.

Verði ykkur að góðu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s