Mexíkönsk kjúklingasúpa

Mexíkönsk kjúklingasúpa er eitthvað sem getur ekki klikkað, enda er þessi réttur orðinn að handhægri hressingu í veislum af hvaða tilefni sem er í lífi nútíma Íslendingsins. Hérna er mín útgáfa af þessari klassísku uppskrift.

Uppskrift (fyrir 4-5 manns)

1 heil rauð paprika söxuð í teninga
1/2 appelsínugul paprika söxuð í teninga
1 heill gróft saxaður laukur
Ca 6-7 saxaðar gulrætur
Ca 4-5 cm af púrrulauk saxaður
Ca 1/4 af stórum blómkálshaus smátt saxaður
1 dós tómatpúrra
4 hvítlauksrif
3 kjúklingabringur saxaðar í munnbita
1,5-2 lítrar af vatni
250-500 ml af matreiðslurjóma (eftir smekk)
(Hvítlauks)salt og pipar
Pasta rossa eða önnur sambærileg chiliblanda
Túrmerik

Aðferð

Ég byrja á að brytja allt grænmeti ofan í pott sem ég hef smurt að innan með matarolíu (ég mæli með avocado olíu) eða spreyolíu. Ég steiki allt grænmetið (nema hvítlaukinn) við háan hita í u.þ.b. 5-10 mínútur eða þangað til að grænmetið er léttsteikt. Þá bæti ég við 1,5-2 lítrum af vatni í pottinn, lækka niður í miðlungsháan hita og leyfi svo grænmetinu að malla á meðan ég undirbý kjúklinginn.

Hann sker ég í bita sem eru u.þ.b. eins og munnbiti að stærð og steiki síðan á pönnu við miðlungsháan til háan hita þar til allt bleikt er farið úr kjúklingnum og hann fer auðveldlega í sundur ef ég ýti ofan á hann með spaða. Kjúklinginn og súpuna sjálfa krydda ég með blöndu af hvítlaukssalti og pipar, Pasta rossa kryddblöndunni og túrmeriki. Ég mæli með að þið smakkið sjálf til þess að finna það magn sem ykkur finnst best en ég myndi áætla að það færi svona u.þ.b. hálf matskeið af hverju kryddi hjá mér.

súpa3

Þegar kjúklingurinn er steiktur bæti ég honum ofan í vatnið með grænmetinu og set heila dós af tómatpúrru þar ofan í með honum ásamt fjórum pressuðum hvítlauksrifjum. Þessu leyfi ég svo að malla í 20-30 mínútur (því lengur, því bragðmeiri verður súpan) á vægum til miðlungsháum hita. Að endingu bæti ég matreiðslurjómanum út í súpuna ásamt aukadassi af salti og pipar. Súpan er svo borin fram með sýrðum rjóma, Doritos flögum og rifnum osti ásamt hvítlauksbrauði.

súpa5

Verði ykkur að góðu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s