Gamlar bækur fá nýtt útlit

Hæhæ allir saman! Ég ákvað að segja ykkur og sýna ykkur hvernig ég nýti gamlar bækur, gef þeim nýtt útlit og nýtt hlutverk!

Mér finnst fallegast að hafa tvær bækur bundnar saman. Ég byrja á því að pússa aðeins yfir bókakápuna með sandpappír, þurrka svo með þurri tusku yfir.

Þegar ég er búin að þurrka yfir með tuskunni tek ég hvíta málningu og pensla yfir, mér finnst best að leggja bókina á hvolf og pensla báðar hliðar.

Auðvitað er hægt að nota hvaða lit sem er, en mér persónulega finnst hvítur passa best við stílinn heima hjá mér.

Þegar málningin hefur þornað lími ég gömul ástarbréf á bækurnar eins og sést á þessari mynd.

Næst nota ég blaðsíðu úr gamalli bók til þess að gera merkimiða og bindi bækurnar saman með hvaða bandi sem er, mér finnst þetta band á þessari mynd snilld í þetta. Svo gata ég merkimiðann og bindi hann á.

Þetta er svo loka útkoman, ekkert smá fallegt að hafa þessar bækur sem skraut inní stofu eða bara hvar sem er á heimilinu – er alveg ástfanginn af þessu look-i!

Þangað til næst ❤️

Júlía Mist

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s