Sous vide kengúra og heimagerð bernaise

Kvöldmaturinn í kvöld var ekkert slor (og það sakaði ekki að kærastinn minn sá um hann að mestu leyti :P), kengúra elduð í sous vide græjunni ásamt heimagerðri bernaise sósu og meðlæti. Kengúrukjötið fengum við í Nettó en ég hef líka séð það í Hagkaup. Mér þykir kengúra afar bragðgóð, svona mitt á milli nautakjöts og hrossakjöts en samt með villibragði sem er ólíkt öðru kjöti sem ég hef smakkað. Það verður þó að hafa í huga við eldun að kjötið er afar fitulítið og því borgar sig að leyfa því að draga vel í sig olíu áður en steiking hefst svo það verði ekki þurrt.

28001445_10155091274276993_1713439696_n

Kengúran

Kengúran var marineruð daginn áður upp úr ólífuolíu ásamt salti, pipar og hvítlauksdufti auk þess sem nokkur hvítlauksrif fengu að fljóta með í loftþétta sous-vide pokanum. Það væri án efa gott að bæta við fleiri ferskum kryddjurtum á borð við rósmarín eða steinselju eftir smekk. Eftir að hafa staðið í u.þ.b. sólarhring í maríneringunni tók sjálf eldunin við, en til að byrja með fékk kengúran að malla í tvo klukkutíma í sous vide græjunni á 48°C. Þegar því var lokið tókum við steikurnar úr pokanum, þurrkuðum af þeim með eldhúspappír og bættum við örlitlu salti og pipar. Að því loknu skelltum við henni á pönnu þar sem hún brúnaðist fallega að utan án þess að tapa safanum að neinu ráði og var þetta því dúnmjúk steik sem bráðnaði upp í manni. Steikingartíminn eru tvær til fimm mínútur eftir því hversu rauða maður vill hafa steikina.

Bernaise sósan

Fyrst tókum við fimm eggjarauður og þeyttum þær þangað til þær voru orðnar þyngri í sér og bættum þá við salti og pipar, estragoni og u.þ.b. matskeið af bernaise essence (fæst m.a. í Nettó, Krónunni og Hagkaup). Á meðan á þessu stóð bræddum við um 300 grömm af smjöri og kældum í ca 5 mínútur. Þegar smjörið var orðið í kringum stofuhita helltum við því hægt og rólega út í eggjahræruna og hrærðum á meðan. Athugið að það er mikilvægt að hella rólega, smá og smá í einu, en ekki skella öllu út í á sama tíma, því annars er hætta á að sósan skilji sig.

Meðlætið

Með steikinni höfðum við steikt grænmeti, blómkál, kartöflur, sætar kartöflur og lauk, pönnusteikt saman upp úr smjöri í u.þ.b. 5 mínútur og síðan bakað í ofni þangað til auðvelt er að stinga í gegnum það með gaffli. Þá steiktum við einnig sveppi upp úr smjöri og ferskum hvítlauk (því meiri hvítlaukur því betra að mínu mati – en það fer að sjálfsögðu eftir smekk). Á myndinni sést einnig Þykkvabæjar kartöflusallat með lauk og graslauk.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s