Eins og ástarbréf ofan í tætara

…dagur sérhver: Biðröð mistaka.

Hatari er ein áhugaverðasta hljómsveit sem hefur komið á mitt sjónarsvið í lengri tíma. Reyndar ekki hljómsveit, heldur margmiðlunarverkefni eins og þeir skilgreina sig sjálfir. Meðlimir og stofnendur Hatara eru þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson ásamt grímuklædda trommuleikaranum Einari Hrafni Stefánssyni. Reykjavík Grapevine kaus þá nýverið með bestu sviðsframkomuna (e. best live band) og má með sanni segja að þeir taki þann titil með trompi. Öskrandi níhilismi Matthíasar tekst á við ljúfa örvæntingu Klemensar undir tónlist sem Stúdíó 12 lýsti sem pönkuðu heimsendarafpoppi. Sviðsframkoman er slík að maður getur ekki annað en staðið agndofa og sogast með þegar Hatari afhjúpar svikamyllu hversdagsleikans.

 

Textar Hatara eru afar beittir og ljóst að textahöfundar hafa gott vald á íslenskri tungu. Textarnir deila á neyslusamfélagið og tilgerðina sem felst í mannlegri tilveru. „Við fæðumst inn í ákveðið ástand, samfélag snjallmiðla og samfélag stöðugrar sviðsetningar, þar sem okkar ímynd gengur í raun kaupum og sölum,“ sagði Matthías í viðtali við menningarhorn Kastljóss snemma á síðasta ári og bætti svo við: „Við getum ekkert breytt hlutunum, við getum í besta falli afhjúpað þá“. Og það gerir Hatari svo sannarlega. Einhverjir muna eflaust eftir hárbeittum háðsádeiluauglýsingum í tengslum við síðustu kosningar þar sem Hatari hvatti kjósendur til þess að setja X við X. Ádeilan endurspeglaði vel andrúmsloft samfélagsins þar sem popúlisminn hreiðrar um sig og Íslendingar kölluðu trekk í trekk eftir nýjum kosningum þar sem niðurstaðan var alltaf sú sama.

 

Á Spotify má nálgast fyrstu breiðskífu Hatara, Neysluvöru. En vert er að taka fram að hlustun heima í stofu stenst engan veginn samanburð við kraftinn sem fylgir Hatara á sviði. Því hvet ég alla, sem hafa möguleikann á því að fara á tónleika með þeim, til þess að grípa tækifærið og upplifa Hatara í allri sinni dýrð.

Þú lítur til baka og hugsar,
af hverju seldi ég mig?
Af hverju seldi ég mig 
…ekki fyrir meira? 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s