Túnfisksalat


Túnfisksalat að hætti Maríu

Það var ekki nema bara fyrir ári síðan sem ég smakkaði fyrst heimalagað túnfisksalat hjá vinkonu, síðan þá fékk ég æði fyrir því. Ég fór að prófa mig áfram að búa til mitt eigið túnfisksalat og hér er útkoman :

Túnfiskur í dós

Rauðlaukur

Harðsoðið egg

Avocado

Tómatur

Agúrka

Kotasæla

Sýrður rjómi.

Salt og pipar

½ teskeið af Sítrónusafa

Ég sker allt grænmetið og eggið í litla bita, ég notaði hinsvegar aðeins helming af rauðlauk og avocado þar sem ég er ekki rosalega hrifin að fá mikið af því upp í mig. Ég set 2-3 matskeiðar af kotasælu og helmingin af sýrða rjóma dollunni. Síðast set ég salt, pipar og sítrónusafan.

Mér finnst þetta salat svo rosalega gott ofan á brúnt brauð eða hrökkbrauð. En eins og ég segi þá er ég ennþá að prófa mig áfram og mun líklegast bæta einhverju við þegar ég finn útur hvað er gott með þessu en ég er rosalega ánægð með þetta eins og það er núna.

Bon appetit

 


 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s