Auður Birna heiti ég og er að verða 22 ára í apríl. Ég er frá og bý á Akureyri með kærasta, syni og hundi. Kærasti minn heitir Sigurður Haukur og er að verða 25 ára, við erum búin að vera saman í að verða 6 ár! Saman eigum við Gabriel Björn sem verður 1 árs í mars og Karma sem verður 4 ára í mars. Ég er ennþá í fæðingarorlofi og með því vinn ég á Pósthúsbarnum um helgar. Ég klára fæðingarorlofið núna í mars en þar sem við fáum ekki dagmömmupláss fyrir Gabriel Björn veit ég ekki hvenær ég kemst að vinna.

 

Við keyptum okkur íbúð í apríl 2015 sem við ákvaðum í desember að setja á sölu, við seldum íbúðina og þurfum að afhenda 1. maí en erum ekki ennþá búin að ákveða okkur hvað við ætlum að gera! Draumurinn er að byggja hérna rétt fyrir utan Akureyri, svo vonandi getum við byrjað á því sem fyrst og þá get ég sýnt ykkur allt frá því ævintýri!

 

Ég er virkilega spennt fyrir því að blogga hér með stelpunum! Ég mun koma til með að blogga um ólíkustu hluti í bland, móðurhlutverkið, áhugmál, allskonar dýratengt, hinar og þessar uppskriftir og fleira! Einnig langar mér að opna mig um einelti sem ég varð fyrir og nýlega áttaði mig á hvað það hefur virkilega haft mikil áhrif á mig án þess að ég tengdi það beint saman.

image3

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s