Og hver er Steinunn?

 

Steinunn heiti ég og er 25 ára gömul, fædd og uppalin á Egilsstöðum. Ég flutti suður veturinn 2013 til að fara í nám. Þá hafði ég eytt þremur mánuðum í Montpellier í Frakklandi í þeim tilgangi að bæta mig í frönsku (en komst reyndar að því að menntaskólafranskan dugði skammt svo þetta voru þrír afar mállausir mánuðir, ef frá eru talin orðin „já“, „nei“, „takk“ og „uuuuu geturðu talað hægar?“). Ég hóf svo nám í Háskóla Íslands þar sem ég náði mér í tvöfalda BA gráðu í frönsku og íslensku. Ég eyddi lokaönninni minni í skiptinámi í Montréal í Kanada sem er æðisleg borg sem ég mæli með að þið heimsækið ef þið hafið tækifæri til þess.

Ég er mikil áhugamanneskja um tungumál og hef gaman af því að velta fyrir mér orðum, hvaðan þau koma, hvernig þau tengjast og valdinu sem þau hafa, enda verður ekkert til án orða. Ég er líka áhugamanneskja um matargerð og finnst mjög gaman að prófa nýjar uppskriftir og gera mínar eigin. Þá hef ég einnig gaman af tónlist og reyni að fara sem oftast á tónleika og þess má til gamans geta að ég hef farið á Eistnaflug á hverju ári í áratug. Ég er að miklu leyti alæta á tónlist þó ég hlusti einna mest á metal og blús. Þá kolféll ég fyrir Hatara í fyrsta skipti sem ég sá þá á sviði á Húrra í byrjun síðasta árs.

Ég starfa þessa dagana sem umsjónarkennari á yngsta stigi í grunnskóla. Þessi fyrsta reynsla mín af kennaralífinu hefur verið strembin en gríðarlega gefandi enda starfið samblanda af hlátri og gráti, gleði, knúsum og brjáluðu vinnuálagi. Mér líkar starfið afar vel en ég stefni þó líklega á meistaranám í máltækni næsta haust (sem ég mæli með að allir áhugamenn um varðveislu íslenskar tungu kynni sér).

Ég mun semsagt líklega fara um víðan völl í þessu bloggi og ég hlakka til að byrja.

À bientôt,
Steinunn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s