Annað · Kynningarblogg

Og Marta er hver?

Ég sit hér á sunnudagskvöldi og velti því fyir mér hvað ég get sagt ykkur! Ég, Marta, er 23 ára gömul móðir frá Akureyri, trúlofuð sálufélaga mínum sem heitir Örn Stefánsson verður 29 ára á þessu ári. Með honum á ég hann Stefán Þór, 10 vikna gullmolann okkar, en fyrir á Örn tvo æðislega stráka sem ég er svo heppin að fá að elska. Við erum búin að vera saman í 4 ár núna 12.ágúst 2018 en við vorum að flytja í íbúð núna í Janúar.

IMG_0910

Já við skötuhjúin höfum upplifað margt saman, ég er þakklát fyrir hverja einustu stund með honum! Á hverjum degi fell ég meira og meira fyrir honum og er svo heppin að vera elskuð og dáð af honum til baka. Við komum af óvenjulegum bakrunni en erum bæði óvirkir fíklar í dag, en Örn situr hinsvegar inní Fangelsinu á Akureyri. Ég hlakka mikið til að deila með ykkur öllu því sem mig dettur í hug að tala um en það sem einkennir mig er að ég ELSKA að tala, miðla reynslu og segja sögur!

fullsizeoutput_e13

Ég er í fæðingarorlofi núna til 31.ágúst en ég kem til með að setjast á skólabekk næsta haust og láta svo drauminn rætast og byrja í hársnyrtinámi. Ég hef mikinn áhuga á öllu því sem tengist hári, förðun og snyrtifræði en líklegast mun ég fara um víðan völl í þessum færslum og ennþá víðari völl á snapchat-inu okkar –> uglur.com 

Ykkar,

Marta Þórudóttir ♥

fullsizeoutput_d38IMG_1438

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s